Dæmigert

Svona lagað er náttúrulega hneysa og ekkert annað! Þetta sýnir þá vanþekkingu á stöðu Icesave sem ríkir í nágrannaríkjum okkar. Ég meina, Sanderud getur ekki fært nein rök fyrir afstöðu sinni og blaðrar út í loftið.
Það er þegar búið að sýna fram á það að ábyrgðin er á höndum Bretlands og Hollands í gegnum tilskipanir ESB varðandi innistæðutryggingar og útibú í löndum ESB sem eiga höfuðstöðvar utan þess. Vonandi fer þetta mál fyrir dómstóla og þá mun allt skýrast fyrir þessa vitleysinga sem halda að við eigum að borga þennan óskapnað.
mbl.is Afstaða EFTA til Icesave áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú ekki verið manna hrifnastur af Guðlaugi hingað til, en þarna gerði hann vel að þrýsta aðeins á Sanderud.

Þetta er einmitt það sem aðrir hafa verið svo huglausir með, m.a. Össur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Akkúrat, Guðlaugur er beint uppáhalds persóna mín en þarna er hann að gera eitthvað sem íslenskir stjórnmálamenn hafa verið ragir til við að gera alveg frá þvi þetta allt saman byrjaði. Stór plús fyrir Guðlaug að sýna fram á það að erlendir pólitíkusar vita hreinlega ekki neitt hvað varðar Icesave.

Össur er nú bara lamb sem fer eftir skipunum frá Jóhönnu.

Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps er ekki allt í lagi! Svo þið eruðu vissir um að Guðlaugur skilji lög og reglur sem og anda evrópulaga betur en  Per Sanderud, forseta Eftirlitsnefndar  EFTA? Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur. Þarna erum við að tala um yfirmann eftirlitsstofnunar EFTA. EFTA eru samtök okkar Norðmanna Sviss og Licenstein. Þetta er sofnunin sem m.a. var að senda okkur úrskurð fyrir mánuði síðan sem segir að við eigum að borga Icesave. Þetta er þeirra túlkun en auðvita elska nú allir Guðlaug styrkjakóng af því að hann heldur fram þessu þreyttu mótbærum okkar sem enginn annar tekur til greina. Minni á að það verður EFTA dómsstóllinn sem kemur til með að úrskurða um þetta mál. Og flestir eru á því að það væri betra að semja áður því annars höfum við enga samningsstöðu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.6.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Held að það sé tímabært að þú farir yfir þessar reglur svo þú skiljir þær betur..

Tilskipanir um rekstrarleyfi lánastofnana með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), einkum fyrsta tilskipun ráðsins (77/780/EBE) frá 12. desember 1977 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur lánastofnana, gefa aðildarríkjum kost á að ákveða hvort og með hvaða skilmálum útibú slíkra lánastofnana fái leyfi til reksturs á yfirráðasvæði þeirra.

Þessi útibú njóta ekki annarrar málsgreinar 59. gr. ESB-sáttmálans um frjáls þjónustuviðskipti og ekki heldur ákvæða um athafnafrelsi í öðrum aðildarríkjum en þar sem þau hafa staðfestu.

Aðildarríki sem veitir slíkum útibúum rekstrarleyfi á því að geta ákveðið með hvaða hætti ákvæði þessarar tilskipunar taka til hlutaðeigandi útibúa í samræmi við 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE, með vernd innstæðueigenda og heilbrigði fjármálakerfisins í huga.

Tilskipun 77/780/EBE - Grein 9 - málsgrein 1: Aðildarríki skulu ekki gera kröfur til lánastofnana með höfuðstöðvar utan Evrópusambandsins, hvorki þegar þær hefja starfsemi né síðar, sem valda mildari meðhöndlun en þær lánastofnanir njóta sem hafa höfuðstöðvar innan Evrópusambandsins.

6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi innlánatryggingakerfi á yfirráðasvæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.

Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

PS, afhverju gat Per Sanderud ekki komið með rök fyrir sínu máli ? Hvernig stendur á því að Guðlaugur hafi í raun gert hann kjaftstopp varðandi þetta málefni ? hmm.. maður spyr sig.

Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 14:09

6 identicon

Charles, þessi rök þín eru veik, því samkvæmt EES samningnum þá föllum við undir ESB hvað þetta varðar. Með aðeins þessi rök þá er ég hræddum um að við skít-töpum málinu. Charles, þú mátt endilega reyna að grafa upp betri rök.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:32

7 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þetta stendur skýrt og greinilega þarna Bjarni, ef eitthvað er þá munum við vinna þetta mál. Eins og Alain Lipietz hefur sagt, og hann er þungavigtarmaður í þessari umræðu, við skuldum ekki neitt. Það þarf ekkert að flækja þetta um of, það stendur þarna að gistiríki, ef þau koma ekki útibúum sem eru með höfuðstöðvar utan ESB (EES ríki eru ekki aðildarríki að ESB), eiga þau alla ábyrgð á þessu klúðri og eins og allir vita nú orðið, þá var þetta vanræksla á hæsta stigi hjá Bretlandi og Hollandi.

Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Charles Geir Marinó Stout
Charles Geir Marinó Stout
Allt milli himins og jarðar :D
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband